Lægir í dag og styttir upp að mestu

Suðvestanáttin fer minnkandi í dag eftir að djúp lægð sem olli hvassviðri víða um land síðustu daga missti mátt sinn og fór yfir landið. Því lægir í dag og styttir upp að mestu leyti. Búast má við að hitastig fari smám saman lækkandi. Í kvöld fer næsta lægð nokkuð hratt til norðurs fyrir austan land. Hún veldur hvassviðri í Færeyjum en hefur lítil áhrif hér á landi. Á morgun er útlit fyrir hæga breytilega átt með skúrum eða éljum í flestum landshlutum. Hiti verður í kringum frostmark. Búast má við skúrum eða éljum á morgun.RÚV / Ólöf Rún Erlendsdóttir