Kjartan Atli hættur með Álftanes eftir sögulegt tap

Kjartan Atli Kjartansson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari karlaliðs Álftaness í körfubolta. Liðið tapaði með 59 stiga mun fyrir Tindastóli í úrvalsdeildinni í gærkvöld og hefur þetta stóra tap vakið mikla athygli enda skoraði Tindastóll 137 í leiknum. Fleiri stig hafa aldrei verið skoruð af einu liði í úrvalsdeildarleik í körfubolta á Íslandi og er þetta jafnframt stærsti sigurinn í sögu deildarinnar. Í fréttatilkynningu sem stjórn körfuknattleiksdeildar Álftaness sendi frá sér nú í hádeginu segir að komist hafi verið að samkomulagi um starfslok Kjartans Atla en að ákvörðunin hafi verið hans eigin. Hjalti Þór Vilhjálmsson, aðstoðarþjálfari, tekur við þjálfun liðsins á meðan unnið er að því að finna nýjan aðalþjálfara mun