Um áramótin verði dregið úr akstri á strætóleið 81 um Borgarfjörðinn og akstri hætt í vor. Sveitarstjóri segir leiðina mikilvægt púsluspil í almenningssamgöngur í víðfeðmu sveitarfélagi. Leið 81 liggur um uppsveitir Borgarfjarðar og í Borgarnes, þar sem hún tengist við leiðakerfi Strætó á landsbyggðinni. Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð segir leiðina mikilvæga fyrir íbúa í uppsveitum, ferðamenn, og ekki síst unga fólkið. Hvernig kom leið 81 til? Árið 2012 tók leið 81 við af sérleyfisleiðinni Borgarnes-Reykholt. Sveitarfélagið hóf við það tækifæri tómstundaakstur frá grunnskólum í Borgarfirði, sem studdi við ferðalög með leið 81. Síðan 2020 hefur daglegur akstur leiðarinnar verið hluti af samstarfsverkefni Borgarbyggðar, Menntaskóla Borgarfjarðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um að efla almenningssamgöngur milli svæða í Borgarfirði. Við það tækifæri tók Vegagerðin á sig kostnaðinn við að fjölga ferðum úr þremur á viku í fimm á meðan skólaarið stæði yfir. Vegagerðin keyrir milli sveitarfélaga, ekki innan þeirra Í samgönguáætlun segir að Vegagerðin reki almenningssamgöngur milli byggðarlaga. Við endurskoðun leiðakerfa á landsbyggðinni ákvað Vegagerðin, sem fjármagnar akstur Strætó á landsbyggðinni, að leggja áherslu á leiðir milli sveitarfélaga en hætta akstri innan sveitarfélaga. Sama er uppi á teningnum í Vesturbyggð. Eftir sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps tilkynnti Vegagerðin að þau myndu hætta akstri milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar og Bíldudals. Í Múlaþingi, öðru víðfeðmu og nýlega sameinuðu sveitarfélagi, hætti Vegagerðin akstri milli Borgarfjarðar eystra og Egilstaða undir merkum strætó. Í dag er leiðin ekin á forsendum byggðastofnunar, tilraunaverkefni sem stendur út árið 2027.l Sveitarfélögum refsað um leið og hvatt er til sameininga „Þetta er skýtur mjög skökku við í þeirri viðleitni stjórnvalda tilað stuðla að sameiningu sveitarfélaga,“ segir Stefán Broddi. „við erum með sveitarfélag sem er stórt og víðfeðmt og hefur orðið til við sameining sveitarfélaga, að því sé nánast refsað með því að skera niður almenningssamgöngur.“Stefán Broddi bendir á að Borgarbyggð er samsett úr 13 sveitarfélögum. Innan sveitarfélagsins eru fjögur þéttbýli og stærsti þjónustukjarninn er í Borgarnesi. „Við erum í rauninni alla daga og alltaf að vinna að því að þétta raðirnar.“ Hann segir notkun leiðarinnar hafa verið í vexti og sífellt fleiri noti leiðina.