Grindavík, KR, Keflavík og Tindastóll í 8-liða úrslit

16-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta hófust í kvöld með fjórum leikjum og var leikur ÍA og Keflavíkur sjónvarpsviðureignin á RÚV 2. Keflvíkingar slógu tóninn strax í upphafi og voru komnir með góða forystu eftir fyrsta leihluta á Akranesti, 18-29. Keflavík náði svo 21 stigs forystu í öðrum leikhluta en var 13 stigum yfir í hálfleik, 36-49. Skagamenn gáfu þó ekki eftir og náðu að minnka muninn niður í níu stig en nær komust þeir ekki. Keflvík gerði endanlega út um leikinn í fjórða leikhluta og vann 31 stigs sigur, 71-102. Grindavík komst einnig áfram í 8-liða úrslitin með sigri á Ármanni, 86-77. KR og Tindastóll unnu örugga sigra á Fjölni og Hamri. Tindastóll gerði í raun út um leikinn gegn Hamri strax í upphafi leiks. Hamarsmenn skoruðu aðeins fimm stig í fyrsta leikhluta og Keflavík var 37 stigum yfir að honum loknum, 42-5. Lokatölur urðu 125-66. 16-liða úrslitunum lýkur annað kvöld og þá verður sjónvarpsleikurinn viðureign Stjörnunnar og Álftaness. VÍS bikarkeppni karla - 16-liða úrslit 17:00 Grindavík-Ármann 86-77 19:00 KR-Fjölnir 113-87 19:30 ÍA-Keflavík (RÚV 2) 71-102 19:30 Tindastóll-Hamar 125-66 Mánudagur 15. desember 19:15 Valur-ÍR 19:15 Snæfell-KV 19:15 Breiðablik-Haukar 19:30 Stjarnan-Álftanes (RÚV 2)