Mótmæli frammi fyrir Concertgebouw-tónleikahöllinni í Amsterdam.EPA / Ramon van Flymen Lögregla í hollensku borginni Amsterdam handtók minnst 22 eftir að átök brutust út frammi fyrir Concertgebouw-tónleikahöllinni þar sem Shai Abramson, forsöngvari kórs Ísraelshers, átti að koma fram á ljósahátíðartónleikum. Hundruð söfnuðust saman við höllina til að andæfa vegna tengsla söngvarans við herinn. Samkvæmt yfirlýsingu lögreglu þurfti að hafa talsvert fyrir því að mótmælendur ryddust ekki inn. Óeirðalögregla beitti kylfum á mótmælendur sem sprengdu reyksprengjur. Yfirvöld segja einn lögreglumann hafa særst lítillega. Hætt var við framkomu Abramsons og honum boðið að syngja á tvennum einkatónleikum í staðinn.