Kostnaður við skólann stefnir í fimm milljarða

Raunkostnaður við framkvæmdir, viðhald og endurbætur á Fossvogsskóla vegna vandamála sem tengjast raka, myglu og öðru viðhaldi er þegar orðinn tæplega 4,2 milljarðar króna á tímabilinu 2018-2025 og stefnir í 5 milljarða áður en yfir lýkur.