Skjálfti að stærð um þrír varð á Reykjaneshrygg

Jarðskjálfti varð á Reykjaneshrygg þegar klukkuna vantaði 22 mínútúr í átta í morgun. Hann varð tíu kílómetra suðvestur af Eldeyjarboða og var 2,9 að stærð samkvæmt fyrstu upplýsingum úr kerfi Veðurstofunnar. Unnið er að því að yfirfara upplýsingar um skjálftann. Náttúruvárfræðingur á vakt sagði að skjálftinn kunni að hafa verið nær landi en upphaflegar tölur gefa til kynna. Það kemur í ljós við frekari úrvinnslu gagna. Eldeyjarboði er suðvestur af Reykjanesskaga.Mapcarta