„Staðan á Seyðisfirði er skapleg,“ segir Jón Kristinn Helgason, fagstjóri á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að það hjálpi til að það kólnaði á laugardaginn og lítil sem engin úrkoma hafi fallið frá föstudagskvöldi.