Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir á­rásina

Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina.