Hiti í þingsal: Kristrún bað um yfirvegun

Jón Pétur Zimzen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði vímuefnavanda barna og ungmenna að umtalsefni á Alþingi í dag. Hann sagði faraldur fíkniefna og ofbeldis geisa og spurði forsætisráðherra hversu mörg börn og ungmenni hefðu fallið í valinn á þeim tíma sem ríkisstjórnin hefði starfað. Forsætisráðherra kvast taka málinu alvarlega og hvatti þingmenn til að ræða það að yfirvegun.