Bandaríkin þrýsta enn á Úkraínu að láta Rússa fá Donbas

Bandarískir samningamenn vilja enn að Úkraína láti af stjórn sinni á austurhéruðunum Donetsk og Lúhansk sem skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússland, sagði embættismaður sem hefur upplýsingar um viðræðurnar við AFP. Stjórnvöld í Kænugarði standa gegn kröfu Trumpstjórnarinnar um að draga herlið sitt frá héruðunum tveimur, sem saman eru þekkt sem Donbas, en Rússum hefur ekki tekist að ná þeim á...