Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi ríkissáttasemjari, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í vor. Í tilkynningu frá Aðalsteini segir að hann muni taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Leiðtogaprófkjör Viðreisnar verður 31. janúar. „Það er sterkt ákall um breytingar í Reykjavík með áherslu á grunnþjónustu. Við þurfum að [taka] til í rekstri og setja meiri áherslu á grunn- og leikskóla sem og skipulags- og húsnæðismál. Við getum gert svo mikið betur,“ skrifar Aðalsteinn í tilkynningu. Aðsend