Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi
Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma.