Hefur þú upplifað jól á Jólaeyju?

Ragga valdi plötuna Ella Wishes You a Swinging Christmas en hún hefur lengi verið einlægur aðdáandi Ella Fitzgerald. Lagið sem hún valdi af plötunni er lítt þekkt, a.m.k. hér heima, og heitir Christmas Island. Þar er vísað til Jólaeyju í Indlandshafi en sú eyja er undir yfirráðum Ástralíu og velt fyrir sér hvernig jólin eru þar. Sjáðu flutninginn í spilaranum hér að ofan. Þátturinn Uppskrift að jólum er á dagskrá RÚV á fimmtudagskvöldum á aðventunni. Næsti þáttur verður fimmtudaginn 18. desember kl. 20.15. Þú getur fundið allar uppskriftirnar úr þáttunum á ruv.is/uppskriftadjolum Einnig er hægt að horfa á þættina í spilara RÚV eða helstu vod-þjónustum þegar þér hentar.