Frumvarp um kílómetragjald var samþykkt í annarri umræðu á Alþingi í dag, eftir tveggja klukkutíma atkvæðagreiðslu. Til sendur að afgreiða frumvarpið fyrir jólafrí og tekur nýtt kerfi gildi um áramótin. Þá munu allar bifreiðar greiða gjald fyrir hvern ekinn kílómetra rétt eins og rafmagns- og tengiltvinnbílar, á sama tíma og vörugjöld af eldsneyti falla niður. Gjaldið tekur mið af þyngd ökutækja þar sem léttustu bifreiðarnar greiða minnst og þær þyngstu mest. Minnihlutinn lagði til að málinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnar eða að gildistöku frumvarpsins frestað um eitt ár en þær tillögur voru felldar.