Lögðu á ráðin um sprengju­á­rásir í Kali­forníu

Fjórir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja sprengjur víðsvegar um Kaliforníu á nýárskvöld og ráðast á skotmörk sem tengjast Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Mennirnir eru sagðir tilheyra anga samtaka sem kallast Turtle Island Liberation Front.