Ágreiningur meðal nefndarmanna um nóttina

Nefndarmönnum í almannavarnarnefnd Súðavíkur greindi á um hvort kalla ætti nefndina saman aðfaranótt mánudagsins 16. janúar árið 1995 þegar snjóflóð féll í Súðavík. Aftakaveður hafði verið um nóttina og sérfræðingar haft áhyggjur af yfirvofandi snjóflóðahættu á svæðinu.