Einn fluttur á bráðamóttöku eftir árekstur í Breiðholti

Einn var fluttur á bráðamóttöku eftir árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti í kvöld. Þetta staðfestir Ásgeir Halldórsson aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliði barst tilkynning um áreksturinn, sem varð á gatnamótum Jaðarsels og Breiðholtsbrautar, skömmu fyrir sjö í kvöld. Einn dælubíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabílum. Ásgeir segir að nú sé verið að fjarlægja bílana og hreinsa svæði árekstursins.