Alls voru 83 mörk skoruð á Selfossi í kvöld þegar topplið Vals vann heimamenn, 43-40, í Olís-deild karla í handbolta. FH-ingar unnu góðan endurkomusigur gegn Stjörnunni, 33-31, í Kaplakrika.