Vinnubrögð fyrirtækja sem bjóða neytendum að borga jólainnkaupin í febrúar eru síðasta sort og gjörsamlega galin að mati formanns Neytendasamtakanna. Mörg dæmi séu um að fólk fari illa út úr slíkum viðskiptum þar sem er verslað núna og borgað seinna.