Stjarnan skaut Álftanes í kaf og fer í 8-liða úrslit

Stjarnan vann tuttugu stiga sigur, 94-74, á grönnum sínum í Álftanesi. Þar með fer Stjarnan í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta en 16-liða úrslitum lauk í kvöld. Snæfell, Valur og Breiðablik fóru einnig áfram. Það var mikið undir í kvöld og leikurinn var vel sóttur af bæði Álftnesingum og Garðbæingum. Álftanes var með bakið upp við vegg eftir að hafa mátt þola stærsta tap í sögu efstu deildar í síðasta leik. Þá var Hjalti Þór Vilhjálmsson við stjórnvölinn en Kjartan Atli Kjartansson sagði upp eftir tapið. Hjalti sagði í viðtali eftir leik að það væri enn óráðið hvort þetta hefði verið hans síðasti leikur. Hér að neðan má sjá leikinn. Stjarnan vann Álftanes í grannaslag liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í kvöld, 94-74. Snæfell, Valur og Breiðablik fóru einnig áfram í 8-liða úrslit. Vel sóttur grannaslagur Hávaðinn minnti á stemninguna í úrslitakeppni deildarinnar á köflum. Leikurinn var afar hraður og líflegur. Liðin skiptust á að keyra upp völlinn og taka snöggar sóknir. Leikurinn var jafn lengst af í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta gekk allt upp hjá Stjörnunni sem stakk af. Heimamenn settu tóninn í upphafi leiks með þremur risatroðslum en Álftnesingar fundu alltaf svör. Georgíumaðurinn Rati Andronikashvili sótti ítrekað á Stjörnuvörnina og skapaði usla. Þetta eru liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Grindavík KR Keflavík Tindastóll Valur Snæfell Breiðablik Stjarnan 8-liða úrslit fara fram í janúar. Raggi Nat sagði nei Ragnar Nathanelsson kom inn á og henti í risavarið skot á Ægi þegar skammt var eftir. Stjarnan leiddi 26-21 eftir góðan lokasprett í fyrsta leikhluta. Leikurinn hélst áfram afar jafn og liðin skiptust á höggum. Dúi Þór setti stóran þrist þegar skammt var eftir af öðrum leikhluta og Álftanes komst svo yfir í stöðunni 41-42 þegar tvær mínútur voru eftir af 2. leikhluta. Álftanes var með eins stigs forskot, 45-46, í hálfleik. Stjarnan tók völdin í þriðja Þriðji leikhluti var afar kaflaskiptur en eftir gott áhlaup Álftnesinga g Álftanes keyrði enn frekar á Stjörnuna og liðsmenn skoruðu fyrstu sex stig leiksins. Þeir komust í 45-52. Giannis Agravanis svaraði með tveimur stórum troðslum og Stjarnan skoraði níu stig í röð. Sú fyrsta var skringileg en sending Ægis þvert yfir völlinn í hornið fór í körfuna og til Giannis sem tróð. Í þeirri seinni sneri hann varnarmenn af sér með skemmtilegum snúning áður en hann tróð. Stjarnan tók þarna 16-2 kafla og staðan var 61-56 þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Forskotið var tíu stig eftir þriðja leikhluta, 71-61. Varið skot og Guðni Th ekki nóg Giannis setti tóninn strax í upphafi fjórða leikhluta með þristi. Ade Murkey náði rosalega vörðu skoti þegar hann flaug upp í rjáfur og varði skot Leday. Ade átti nokkur slík varin skot í kvöld. Stjarnan vann Álftanes í grannaslag liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í kvöld, 94-74. Snæfell, Valur og Breiðablik fóru einnig áfram í 8-liða úrslit. Guðni Th Jóhannesson var á sínum stað í stuðningssveit Álftaness. Sonur hans, Duncan Tindur Guðnason er í leikmannahóp liðsins en lék ekki að þessu sinni. Leday rekinn úr húsi Ætlaði allt um koll að keyra þegar Seth Leday braut á hauk helga og féll svo inn í miðja stuðningssveit álftanes. Nær öll þau fjólubláu risu á fætur og urðuðu yfir Seth. Að lokum var þetta metið sem óíþróttamannsleg villa og var honum vikið úr húsi. Það kom þó ekki að sök því að Bjarni Guðmann kom inn á í hans stað og lék eins og engill það sem eftir lifði leiks. Stjarnan leiddi þarna 77-63 þegar sjö mínútur voru eftir Bjarni setti niður stóran þrist og þá varð munurinn 17 stig, 85-68, þegar fjórar mínútur voru eftir. Þar með fór allur vindur úr seglum Álftnesinga og lokaniðurstaðan 20 stiga sigur, 94-74. Giannis Agravanis var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 21 stig, Ægir Þór Steinarsson fylgdi á eftir með 19 og Leday með 18. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir Álftnesingum með 20 stig og David Okeke bætti við 17. Önnur úrslit kvöldsins: Valur 85 - 69 ÍR Snæfell 96 - KV 86 Breiðablik 108 - 106