Fyrstur og fremstur

Fyrstur og fremstur er heimildarmynd um Hafstein Hauksson, fyrsta Íslandsmeistarann í ralli. Eftir að hafa unnið fjölmargar keppnir hér á landi tók hann þátt í keppnum erlendis með það að markmiði að verða fyrsti íslenski heimsmeistarinn í rallakstri, en lést í slysi í keppni í York á Englandi. Í þættinum er meðal annars rætt við eftirlifandi eiginkonu hans Hallveigu Sveinsdóttur.