Ung­frú Ís­land rýfur tengslin við Ung­frú Ís­land

Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem ber titilinn Ungfrú Ísland lýsir því nú yfir að hún hafi rofið öll tengsl við keppnina og muni ekki tengjast henni á neinn máta frá og með deginum í dag. Hún segir að hún hafi verið skráð úr keppni í Taílandi í hennar óþökk og fullyrðir að henni hafi verið gert að greiða sekt ætlaði hún sér að halda titlinum.