„Það þarf alltaf hörmungar til að við vöknum en við vökum ekkert lengi,“ segir Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík. Hann telur nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið sem varð í bænum fyrir staðfesta kerfislæga röð mistaka í aðdraganda þess.