Nicolas Maduro Venesúelaforseti er velkominn til Belarús ákveði hann að láta af embætti. Þetta sagði forsetinn Alexander Lúkasjenkó í samtali við Newsmax í dag og var einnig birt að hluta til á Telegram-rás tengdum ríkisstjórn landsins. Lúkasjenka lagði áherslu á að engar formlegar viðræður þess efnis hefðu verið haldnar milli Maduros og stjórnvalda í Belarús. Mikil spenna ríkir milli Venesúela og Bandaríkjanna sem hafa mikinn herafla við strendur landsins og hafa gert árásir á meinta smyglarabáta. Bandaríkjastjórn hefur boðið fimmtíu milljónir dala til höfuðs Maduro sem hún segir stjórna voldugum eiturlyfjahring. Stjórnvöld í Venesúela saka Bandaríkjamenn um að ætla að steypa stjórninni til að ná yfirráðum yfir olíulindum landsins.