Minnst sjö fórust þegar lítil einkaflugvél reyndi nauðlendingu á fótboltavelli

Að minnsta kosti sjö létu lífið í gær þegar lítil einkaflugvél fórst í nauðlendingu við fótboltavöll í miðhluta Mexíkó. Slysið varð í San Mateo Atenco, um 50 kílómetra vestan við Mexíkóborg. Björgunarsvetir að störfum þar sem flugvélin skall niður.EPA / FELIPE GUTIERREZ Vélin lagði upp frá Acapúlcó á Kyrrahafsströnd Mexíkó með átta farþega og tveggja mánaða áhöfn. Aðeins sjö lík hafa enn fundist samkvæmt því sem staðarmiðlar hafa eftir yfirvöldum. Flugmaður vélarinnar er talinn hafa ætlað að reyna nauðlendingu á fótboltavelli í um fimm kílómetra fjarlægð frá Toluca-flugvelli en það kviknaði í henni eftir að hún skall á þaki byggingar. Borgaryfirvöld í Toluca segja um 130 íbúa hafa verið flutta brott vegna eldsvoðans.