Kallað eftir að ríkisstjórnin sýni á spilin

„Við höfum haft verulegar áhyggjur af fjármögnun þessara verkefna. Það fara 311 milljarðar króna í þennan sáttmála og auðvitað fögnum við því að loksins eigi að fara að fjárfesta í samgöngubótum á höfuðborgarsvæðinu, enda býr hér langstærsti hluti landsmanna,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið.