Fyrir rúmu ári lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna fram fjárlagafrumvarp undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. Í kynningu á frumvarpinu lagði þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, áherslu á að það væru ekki skattahækkanir í frumvarpinu. Það fæli hins vegar í sér „bjartari tíma“.