Sif Jóhannesdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri samskipta- og hönnunarfyrirtækisins Atons, en hún mun taka við stöðunni um áramótin. Tekur hún við af Ingvari Sverrissyni, en hann verður áfram í eigendahópi félagsins og mun starfa þar áfram sem ráðgjafi og stjórnarformaður.