Bæjarstjórn Vesturbyggðar ályktaði um framlagða Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 á fundi sínum í síðustu viku. Bæjarstjórnin lýsti ánægju sinni með þær áherslur sem þar koma fram fyrir sunnanverða Vestfirði sem endurspegla mikilvægi þess að efla samgöngur á svæðinu, styrkja stoðir atvinnulífs og bæta búsetuskilyrði íbúa. „Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán […]