Boða til blaðamannafundar í Ráðhúsinu

Meirihlutinn í borginni hefur boðað óvænt til blaðamannafundar klukkan 11:30 í Ráðhúsinu, hálftíma áður en fundur borgarstjórnar hefst. Samkvæmt heimildum mbl.is á að kynna þar breytingar, en ekki hefur fengist uppgefið hverslags breytingar um er að ræða.