Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt sig úr Pírötum og gengið til liðs við Samfylkinguna. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir borgarstjórnarfund sem haldinn verður í dag. Dóra Björt var kosin í borgarstjórn af lista Pírata 2018 og er því á sínu öðru kjörtímabili. Hún skipaði annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir þingkosningar í fyrra. Dóra Björt bauð sig einnig fram til formanns Pírata í haust en dró framboð sitt til baka. Frá því nýr meirihluti tók við völdum hefur Dóra Björt verið formaður borgarráðs sem fulltrúi Pírata. Fréttin verður uppfærð. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir borgarstjórnarfund sem hefst í hádeginu.