Dóra Björt gengur í Samfylkinguna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi sem kjörin var fyrir Pírata í síðustu kosningum, er gengin í Samfylkinguna. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur rétt í þessu með Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarstjóra og oddvita flokksins, við hlið sér. Boðað var til fundarins með stuttum fyrirvara í morgun en borgarstjórnarfundur hefst á hádegi. Dóra Björt hefur starfað með Pírötum í meirihluta...