Atvinnuleysi gæti aukist

Atvinnuleysi gæti aukist áfram á næstu mánuðum en skráð atvinnuleysi var 4,3% í nóvember, 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í greiningu frá Landsbankanum.