Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi oddviti Pírata í Reykjavík og núverandi borgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna, mun víkja sem formaður borgarráðs og Alexandra Briem, sem tekur við sem oddviti Pírata í borginni, mun taka hennar sæti. Þetta varð ljóst eftir að Dóra Björt tilkynnti um ákvörðun sína að segja skilið við Pírata og ganga til liðs við Samfylkinguna.