Sveitarstjórn Múlaþings og bæjarráð Fjarðabyggðar segja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar kalda kveðju fyrir landsfjórðunginn og lýsa miklum vonbrigðum með hana. Fulltrúar sveitarfélaganna mættu svartklæddir til að hæfa fyrsta máli á dagskrá fundarins, sem var samgönguáætlunin.