Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liver­pool

Hinn 54 ára gamli Paul Doyle var í dag dæmdur til fangelsisvistar í 21 og hálft ár fyrir að aka bíl í bræði sinni í gegnum þvögu af meira en hundrað manns í Liverpool-borg í vor, þegar verið var að fagna Englandsmeistaratitlinum í fótbolta.