Aðstandendur samtakanna Miss Universe Iceland segja Helenu Hafþórsdóttur O’Connor, sem afsalaði sér krúnu Ungfrúar Íslands og rauf tengsl við samtökin í gær, fara með rangfærslur. Hún hafi sjálf óskað ítrekað eftir því að vera dregin úr keppni í Ungfrú heimi í Taílandi.