Hamborgarhryggur ódýrastur í Prís

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 61 algengri jólamatvöru í 8 verslunum. Lægsta verð á úrbeinuðu hangilæri og hamborgarhrygg með beini er í Prís og þar á eftir koma Bónus og Krónan. Nokkur munur er á verði á kjöti en vöruúrvalið er líka mismunandi milli verslana. Þannig eru vinsælar vörur ekki endilega fáanlegar í öllum verslunum og verðbreytingar geta verið tíðar, segir verðlagseftirlitið, og því neytendum bent á að fylgjast vel með. Hamborgarhryggur og hangikjöt alltaf jafn vinsælt Ali hamborgarhryggur fæst í fimm verslunum, ódýrasta kílóverðið er í Prís og aðeins munaði einni krónu milli Bónuss og Krónunnar. Dýrastur er hann í Hagkaupum. Ódýrasta verðið á úrbeinuðum hamborgarhrygg er í Krónunni og Bónus og sama má segja um SS úrbeinaðan hamborgarhrygg. Lægsta verð á úrbeinuðu hangilæri var í Prís og Bónus og Krónan eru skammt undan. KEA hangilærið er ódýrast í Bónus og Krónunni en dýrast í Fjarðarkaupum. Minni verðmunur á kalkún Verðmunur á kalkún er ekki mikill milli verslana. Kalkúnn frá Reykjabúinu fæst í sex verslunum, lægsta verð í Prís en hæst í Nettó og Hagkaupum, en eins og áður segir er verðmunurinn ekki mikill. Samkvæmt verðlagseftirlitinu hefur verð á kjötvöru að jafnaði hækkað um 6,6 prósent og á lambakjöti um 8,6 prósent milli ára. Frosnar ungnautalundir frá Íslandsnauti hækka um 6,7 prósent milli ára en gourmet kalkúnabringa hækkar um 21 prósent og Ísfugls kalkúnahakk um 16 prósent. Best að fylgjast með og gera verðsamanburð Ódýrasta kílóverð á nautalundum er í Prís og Bónus. Töluverður munur getur verið á verði á nautalundum, bæði milli verslana og innan þeirra sem skýrist af ólíkum vörum og uppruna. Þessi könnun verðlagseftirlits ASÍ var gerði í síðustu viku þar sem verð á jólakjötvöru var borið saman í Bónus, Krónunni, Prís, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Kjörbúðinni og Extra.