Níu landsbyggðarmiðlar hljóta styrk

Menningarráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til níu einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að efla starfsemi fjölmiðla á landsbyggðinni, að því er segir í tilkynningu . 15 milljónir voru til úthlutunar og allir níu miðlarnir sem sóttu um fengu úthlutað styrk að upphæð 1.666.667 krónum hver. Miðlarnir sem hlutu styrkinn eru Akureyri.net, Útgáfufélag Austurlands sem gefur út Austurgluggann og Austurfrett.is, Bæjarblaðið Jökull, Eyjafréttir, Tígull, Skessuhorn, Sunnlenska, Vikublaðið og Víkurfréttir. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, boðaði aðgerðir stjórnvalda í málefnum fjölmiðla í byrjun þessa mánaðar og kynnti fyrir ríkisstjórn. Aðgerðirnar eru tuttugu talsins en hafa ekki verið kynntar opinberlega