Ekki dómarans eins að meta hvort um­skurn væri hættu­leg

Landsréttur hefur ógilt sýknudóm konu, sem ákærð var fyrir að hafa fengið erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar. Landsréttur taldið að dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hefði ekki getað lagt mat á það hvort umskurnin hefði ógnað lífi eða velferð drengsins á aðkomu sérfróðs meðdómsmanns.