„Það voru bara slags­mál, viltu senda bíl“

Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Hún viðurkenndi erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína, en sagði aldrei hafa verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining.