Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík og Valur unnu þá nokkuð þægilega sigra. Keflvíkingar mættu nýliðum Ármanns og leiddu svo gott sem allan leikinn þó Ármenningar næðu nokkrum áhlaupum. Lokatölur urðu 97-84. Sara Rún Hinriksdóttir fer fyrir liðið Keflavíkur.RÚV / Mummi Lú Valskonur tóku á móti Hamri/Þór. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en Valur náði yfirhöndinni undir lok hans og leiddi 49-34 að honum loknum. Forystan var svo nokkuð þægileg í seinni hálfleiknum og 98-67 sigur varð niðurstaðan. Bæði Keflavík og Valur eru nú með 16. stig í 2. - 5. sæti deildarinnar en Grindavík og KR eru sömuleiðis með 16 stig og eiga leik til góða. Stöðuna í deildinni má sjá hér.