Alls var landað 737 tonnum af bolfiski í Ísafjarðarhöfn í nóvember. Ísfisktogarinn Páll Pálsson ÍS fór sjó veiðiferðir og landaði samtals 555 tonnum. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni í mánuðinum og var með 167 tonn af afurðum. Loks landaði línubáturinn Einar Guðnason ÍS þrisvar í Ísafjarðarhöfn samtals 15 tonnum.