Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær eftir að maður kveikti í rusli í garðinum hjá sér. Slökkviliðsmenn sem komu á vettvang sögðu manninum að yfirleitt væru notaðar aðrar aðferðir til að losa sig við rusl nú til dags en að kveikja í því í garðinum hjá sér. Slökkvilið var einnig kallað til vegna umferðarslyss í Hafnarfirði og fór þar að auki í 85 sjúkraflutninga í gær og fram á nótt. Slökkviliðsbíll með margvíslegan búnað sýnilegan.RÚV / Ragnar Visage