„Það er verið að hvetja til ofneyslu“

Formaður Neytendasamtakanna segir að hvatt sé til ofneyslu á tímum þar sem fólk eigi erfitt með að láta enda ná saman. Jólin séu sérstaklega hættuleg hvað þetta varðar. Arion banki auglýsir nú sérstaklega greiðsludreifingu kreditkorta í tilefni af jólunum. „Dreifðu jólunum á fleiri mánuði“ er fyrirsögn á vefsíðu bankans. „Greiðsludreifing kreditkorta getur verið hentug leið til að mæta tímabundnum sveiflum...