Andrés Páll Ragnarsson var í síðustu viku dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku sem bjó í sama fjölbýlishúsi og hann. Dómurinn var kveðinn upp í síðustu viku en birtur í gær. Andrés Páll var ákærður og sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni framið á nýársnótt 2023. Móðir stúlkunnar sem Andrés nauðgaði bauð honum í gleðskap á heimili hennar og þáverandi kærasta hennar. Maðurinn neitaði sök en dómari taldi sannað með framburði stúlkunnar og annarra vitna að maðurinn hefði fengið hana til að koma með sér niður í íbúð sína og brotið þar gegn henni. Stúlkan gat meðal annars teiknað herbergjaskipan í íbúðinni og lýst þar aðstæðum þó maðurinn neitaði að hún hefði komið þar inn með honum. Einnig var miðað við lýsingar á breytingu á stúlkunni og greiningum sérfræðinga. Stúlkan sagðist ítrekað hafa sagt manninum að hætta, bæði áður og meðan hann nauðgaði henni, en hann haldið.