Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Banda­ríkjanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fjölgaði í gær verulega þeim sem mega ekki ferðast til Bandaríkjanna, eða sæta takmörkunum á ferðalögum þangað. Hann bætti tuttugu ríkjum við á lista slíkra ríkja og eru þau nú orðin 39 en ríkisstjórn hans leggur mikið púður í það að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum, hvort sem þeir dvelja þar með ólöglegum hætti eða ekki.