„Fólk er búið að taka rosalega vel í þetta,“ sagði Sóley Lind Heimisdóttir samfélagsmiðlastjóri í Morgunútvarpinu á Rás 2. Ásamt því að hafa búið á Íslandi hefur hin 25 ára gamla Sóley Lind búið í Bólivíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Í dag býr hún í Seattle og viðheldur íslenskunni með því að segja frá ævintýrum sínum í stefnumótaheiminum á TikTok. Hlustaðu á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Sóley Lind setti sér það markmið að fara á eitt stefnumót í viku en það hefur reynst talsverð vinna, sem hefur þó sína kosti. „Ég nota þetta sem tækifæri til að kynnast nýju fólki, eignast vini og skemmta mér aðeins í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Hægt er að fylgjast með Sóleyju á TikTok með því að smella hér. Morgunútvarpið er á Rás 2 alla virka morgna milli klukkan 7 og 9.