Nú fer í hönd sá tími árs sem margir tengja við samveru, hlýju og von. En þetta getur einnig verið erfiðasti tími ársins. Jól og áramót draga fram tilfinningar sem liggja oft undir yfirborðinu og minna fólk á það sem vantar, rofin tengsl og aðstæður sem ekki breytast þótt hátíð gangi í garð.